top of page

Ráð

Gardening
Hip Clothing Shop
Variety of Bags
Cage Lamp

Ræktaðu garðinn þinn

Matvæli sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn skilja vissulega eftir sig einhver spor. Fyrst og fremst tapa þau þá bæði bragðgæðum og næringargildi á leiðinni á diskinn þinn. Á Íslandi er enginn vandi að rækta hvað sem er á svölunum heima eða úti í glugga. Þá þarft þú ekki að kaupa grænmeti/ávexti frá erlendum löndum ef þú ert að rækta þann ávöxt/grænmeti og að auki er þetta skemmtilegt t.d. fyrir börnin.

2

Nýttu fötin þín

Sú hugmynd að fylla fataskápinn af nýjustu tísku á nokkurra vikna fresti er hins vegar tiltölulega ný og hefur ekkert með hamingju okkar og velferð að gera en allt með markaðstækni stórfyrirtækja. En þurfum við í alvörunni svona mikinn fatnað, hvenær er þetta nóg? Nýtið fatnaðinn ykkar.

3

Notið fjölnota poka

Hvort sem þú ert að versla mat, föt eða bækur, notaðu fjölnota poka. Með því að nota fjölnota poka ertu þú að draga úr rusli og koma í veg fyrir að dýr nái tökum á þeim. Ef þú ert í þeirri stöðu að þú þarft að nota plastpoka skaltu reyna að endurnota þá næst þegar þú ferð að versla eða nota þá í eitthvað annað. Vertu bara ekki svo fljót/ur að henda þeim út!

4

Sparið rafmagn

Notaðu sparneytnar perur í stað venjulegra pera. Þær endast lengur sem sparar þér pening. Slökktu á ljósum, sjónvarpinu og öðrum tækjum þegar þau eru ekki í notkun eða t.d. þegar það er bjart úti er óþarfi að hafa kveikt á ljósum þar sem við höfuð sólarljósið. Lækkaðu loftkælinguna eða hitann þegar það er ekki nauðsynlegt.

Við vonum að þessi ráð hjálpi þér að mynda umhverfisvænni lífstíl

Grunnskóli Vestmannaeyja 2021

bottom of page