Grunnskóli Vestmannaeyja 2021

Hversu umhverfisvænir eru Eyjamenn í raun?
2021
Hvers vegna völdum við þetta verkefni?
Við völdum þetta verkefni sem lokaverkefnið okkar vegna þess að við höfum verið að velta þessari spurningu fyrir okkur um hríð og erum við mjög forvitnar að vita hvernig okkur gengur í umhverfismálum. Einnig höldum við að útkoma verkefnisins muni mögulega koma nokkrum á óvart og mun kannski hafa þau áhrif að sumt fólk sem eru búsett í Eyjum muni einblína aðeins meira á umhverfismál.
Hversu umhverfisvænir eru Eyjamenn í raun?
Miðað við þær heimildir og upplýsingar sem að við höfum aflað okkur teljum við að viljinn er mikill en við eigum langt í land. Ástæðan fyrir þeim niðurstöðum er að það er margt sem við höfum bætt okkur í eins og við erum hætt að henda ruslinu út í sjó og Herjólfur er orðinn að einhverju leyti rafknúinn, en svo er líka margt sem við getum bætt okkur í eins og að flokka ruslið okkar almennilega, keyra minna og hjálpast að að halda eyjunni okkar fallegri. Það er t.d. hægt að vera með poka á sér í göngutúrum og taka upp það rusl sem þið sjáið í umhverfinu okkar. Það er í raun skömm fyrir samfélagið hvað við keyrum mikið miðað við hvað það er stutt á milli staða.
Við tókum könnun og ein spurningin var „Hvað fer í grænu tunnuna?“ og voru aðeins 115 af 193 sem svöruðu rétt. Gæti þetta verið merki um að við getum gert betur í að fræða t.d. ungmenni um flokkunarkerfið?
Orðið á götunnu er að Sorpu menn taka tunnur og blanda úrgangi saman þegar þeir eru að sækja rusl og svo vitum við að vinnufólk (allavega einn sérstakur einstaklingur sem við vitum af) í Vinnslustöðinni skipta um plasthanska, -svuntur og -ermar í hvert skipti sem það er pása (u.þ.b. 4-5 pásur á dag), en það gerðu þau allavega sumarið 2020. Maður spyr sig þar sem er reykur gæti verið eldur.
Það er kostur að Vestmannaeyjabær notar endurnýjanlega orku fyrir rafmagn og hita, að Hopp sé komið til Vestmannaeyja, og að rafmagnsbílar eru mikið í notkun í Eyjum en til þess að vera umhverfisvænn einstaklingur með rafmagnsbíl þarft þú að nýta bílinn, það þýðir ekki að kaupa stanslaust nýja bíla. Ef þú kaupir stanslaust nýja bíla ert þú þá nokkuð skárri en þeir sem eru á bensínbílum?
Einnig er verið að ræða það að fá sorpbrennslustöð til Eyja sem er mun umhverfisvænna en að flytja ruslið til Reykjavíkur, eins og er gert í dag. Flokkunin myndi vera sú sama ef sorpbrennslustöð kemur til Eyja en eini munurinn væri að almenna sorpið væri brennt hér á staðnum.
Það kom okkur þokkalega á óvart þegar við vorum að taka dróna myndir og myndbönd af hrauninu hvernig það lítur út og fannst okkur sumir staðir á hrauninu lítið sem ekkert fallegir.
Mörgum Íslendingum þætti erfitt að heyra að þetta reddast ekki.
Tölum um vandamálin og leysum þau. Þetta er allt í okkar höndum og það er miklu ódýrara að bregðast við núna en að varpa ábyrgðinni yfir á framtíðar börn og barnabörn okkar.
Við erum í þessu saman

Lengi tekur sjórinn við
Var það svo? Hér er minnisvarði um fyrri tíma þegar rusli var sturtað út í sjó.
Herjólfur

Er þetta mengun eða fegurð?

Gamall urðunarstaður
Er þetta ásættanlegur frágangur á gömlum urðunarstað?