Grunnskóli Vestmannaeyja 2021
Eru fiskvinnslur í Eyjum umhverfisvænar?
Þar sem það er mikill fiskiðnaður í Vestmannaeyjum tókum við ákvörðun um að rannsaka hvort fiskvinnslur í Eyjum séu umhverfisvænar og tókum við viðtöl við tvo verkstjóra
Verkstjóri í Leo Seafood - Bjarni Rúnar Einarsson
Verkstjóri í Vinnslustöðinni - Marta Möller
Hér að neðan getur þú séð niðurstöður viðtalanna

Bjarni Rúnar Einarsson
Verkstjóri í Leo Seafood
Marta Möller
Verkstjóri í Vinnslustöðinni
Þau í Leo Seafood nota mikið af plasti og megnið af því fer í að pakka afurðum. Að öðru leyti reyna þau að nota eins lítið af plasti og þau geta. Bjarni segir að áður fyrr hafi verið mun meiri plastnotkun og núna er verið að reyna sitt besta að lámarka plastnotkun. Leo Seafood er að reyna að gera það sem er best fyrir umhverfið, en þegar þú ert í fiskvinnslu er mjög erfitt að nota lítið af plasti þar sem plastið er notað í að pakka og fleira. Bjarni nefnir að um leið og það kemur eitthvað sem hefur betri afleiðingar á umhverfið en plastið þá mun Leo Seafood auðvitað notfæra sér það og um leið bæta sig í umhverfismálum. Það er alltaf verið að vinna í því að reyna að finna eitthvað sem getur komið í staðinn fyrir plastið.
Við reynum að gera okkar besta í umhverfismálum svo að framtíðin verði bjartari.
Marta er verkstjóri í Vinnslustöð Vestmannaeyja og segir hún að eins og hjá Leo Seafood þá fer megnið af plastinu hjá þeim utan um afurðir og í pökkun. Hún segir að Vinnslustöðin sé meira sjálfsvirk en áður fyrr og að það var helsti munurinn sem hún gat sagt. Þau flokka ruslið sitt eins og flestir gera heima hjá sér og reyna þau að flokka sem mest. Hún vonar að aðrar fiskvinnslustöðvar séu að gera sitt besta í umhverfismálum, bæði með því að flokka og passa sig á plast neyslunni (en auðvitað er erfitt í fiski að nota lítið plast, en það er alltaf hægt að reyna). Marta segir sjálf að hún heldur að allir geti bætt sig en hvernig er ekki alveg ljóst.