Grunnskóli Vestmannaeyja 2021
Viðtöl
Við tókum nokkur áhugaverð og skemmtileg viðtöl sem eru hér að neðan
Friðrik Þór Steindórsson
Friðrik í sorpinu nefnir að eitt stærsta sár í Vestmannaeyjum sem hann hefur vitnað er þegar það færðist einhvern tímann urðarveita austur á eyju. Margt er búið að breytast með tímanum, sem betur fer er ruslinu ekki sturtað niður af Hamrinu eða urðað bakvið Eldfell. Nú er allt flokkað í Reykjavík og urðað í Árnesi, en þróunarferlið er því miður ekki komið lengra og fara mörg vistspor í að flytja ruslið upp á land sem er ekki það sem við viljum. Flokkið betur það er skynsamlegra og mun hjálpa umhverfinu gríðarlega ef þú tekur þig að taki og flokkar ruslið þitt.
Ef við vitnum í orð Friðriks: „Takið ykkur saman í andlitinu og farið að flokka betur og ekki alltaf gagnrýna það sem við erum að gera, frekar hugsa um sinn eigin garð.“

Jóhann Jónsson
Jói segir sjálfur að algengast sé að fólk sé að fleygja shake- og öldósum út í umhverfið og í raun bara allskonar flöskum, en oft kemur fyrir að fólk sé að fara að henda rusli út á hauga og það fýkur burt. Jói nefnir að það eru 96 ruslílát í Eyjum og er þá ekki erfitt að henda ruslinu sínu í ruslatunnu, þetta er bara allt um að nenna. Það myndi breyta gríðarlega miklu ef fólk myndi vera með poka í bílnum eða á sér og taka upp það rusl sem þú sérð á götunni. Hann játar að það eru umhverfissóðar í Eyjum sem eru skömm fyrir samfélagið.
Hjálpumst að og höfum þetta eins og við viljum að þetta sé



Sigurhanna Friðþjófsdóttir
-
Hvað ert þú gömul: „Ég er 48 ára.“
-
Heldur þú að við sem erum búsett í Eyjum séum umhverfisvæn: „Svona bæði og, það er margt sem við getum gert betur. Ég held við séum flest dugleg í að flokka rusl, en við þurfum t.d. ekki öll að vera á bílum eða vera þá á umhverfisvænni bílum t.d. rafmagnsbílum eða bara hjóla“.
-
Hvers konar rusl heldur þú að sé oftast fleygt út á götu: „Ég held það séu sígarettustubbar, nicotine púðar, fernur utan af drykkjum, flöskur, dósir og sælgætisbréf.“
-
Hvernig heldur þú að við getum hjálpað eyjunni okkar í umhverfismálum: „Við getum verið dugleg að flokka rusl, getum keypt minna af umbúðum og náttúrulega ganga vel um og notað umhverfisvænan ferðamóta.“
-
Er eitthvað sem þú gerir til þess að hjálpa umhverfinu: „Ég gæti verið duglegri en ég reyni alltaf að hafa með mér margnota poka þegar ég fer að verlsa. Ég tek aldrei poka undir grænmeti og ávexti nema þegar ég er að kaupa ber og ég mætti vera duglegri að labba eða hjóla og ég reyni að nota þurrkarann sem minnst því hann er ekki það umhverfisvænn og heng frekar fötin upp, helst úti og bara reyni að ganga vel um náttúruna.“
Evelyn Bryner
-
Hvað ert þú gömul: „Ég er 53 ára“.
-
Heldur þú að við sem erum búsett í Eyjum séum umhverfisvæn: „Ekki eru allir eins það er soldið langt í land ennþá miðið við ruslið sem ég sé á göngutúrum“.
-
Hvers konar rusl heldur þú að sé oftast fleygt út á götu: „Umbúðir af tyggjópakka eða sælgæti og svo á ströndum eru skipin og skipverjar sem eru mestu sóðarnir“.
-
Hvernig heldur þú að við getum hjálpað eyjunni okkar í umhverfismálum: „Við getum t.d. sett upp fleiri ruslatunnur líka á stöðum þar sem það er engin hús t.d. út á Stórhöfða, hafa þar 2-3 ruslatunnur og jafnvel hundaruslafötur eins og þekkist í útlöndum og þar getur þú tekið kúkapoka fyrir hunda á leiðinni“.
-
Er eitthvað sem þú gerir til þess að hjálpa umhverfinu: „Ég kaupi inn meðvituð og reyni að kaupa nú þegar pakkaða inn ávexti eða grænmeti og ég set þá sjálf í netpoka og flokka heima og í göngutúrum er ég með bakpoka sem ég nota til þess að tína rusl“.

Margrét Eirika Sigurbjörnsdóttir/Amma Magga
-
Hvað ert þú gömul: „Ég er 87 ára“.
-
Heldur þú að við sem erum búsett í Eyjum séum umhverfisvæn: „Já, ég held að það séu flestir en stóru fyrirtækin mættu taka sig á“.
-
Hvers konar rusl heldur þú að sé oftast fleygt út á götu: „Bréf utan um sælgæti, dósum og sígarettustubbum“.
-
Hvernig heldur þú að við getum hjálpað eyjunni okkar í umhverfismálum: „Ef allir hjálpast að að ganga vel um eyjuna t.d. tína rusl og flokka samviskusamlega þá erum við að hjálpa eyjunni okkar“.
-
Er eitthvað sem þú gerir til þess að hjálpa umhverfinu: „Ég flokka samviskusamlega og í stað þess að henda afgöngum geymi ég þá og borða síðar eða ef ég er með afgang af brauði þá gef ég fuglunum það og svo reyni ég að kaupa inn meðvituð“.
