top of page

Sorpbrennslustöðin

Við tókum viðtal við Hafþór Halldórsson og ræddum við hann um sorpbrennslustöðina sem er væntanleg í Vestmannaeyjum vonbráðum.

Hafþór Halldórsson

Aðeins um ferlið

„Það verður haldið áfram að safna saman rusli í þessar þrjár tunnur sem við erum með í bænum og stöðin er þannig uppbyggð að það þarf að keyra hana allan sólahringinn í 7 til 10 vikur, bara samkvæmt reglum framleiðanda og á meðan þurfum við líka að safna upp rusli þar séð í almenna sorpið og svo er bara notað sömu hús og gryfjur og fleira og þar er mötunarbúnaður sem að hífir þetta upp og fer í sýru, svo skammtar hún sig sjálf. Stöðin sem við höfum verið að skoða er að brenna 600 kg á klukktíma, af sorpi og svo brennir hún það og hún notar olíu að hluta til. Ef að reykurinn er að stíga upp í einhverjum gildum þá bætir stöðin í það olíu til að fá meiri hita og úr stöðinni í forbrennsluholinu, stígur reykurinn upp og fer í eftirbrennsluhol, þar sem að reykurinn er í rauninni brenndur. Þannig að þar er líka olíu kynding og súrefni sem er dælt inn í reykinn upp í um 11 hundruð gráður og við það deyja ákveðin efni. Svo heldur reykurinn áfram og hann fer í gegnum pokasjeik, þar sem að hann er hreinsaður mjög vandlega í gegnum síabúnað og að lokum er reyknum dælt út og til þess að endanlega drepa öll efni og fleira í reyknum er blásað í hann með nokkrum efnum, sóta og fleira sem að drepa ákveðin efni. Reykurinn fer líka í gegnum náttúrulega varmaskipti til að framleiða heitt vatn af því að reykurinn er það heitur. Þá er varmaskipti notað bæði til að framleiða heitt vatn og á móti líka kæla búnaðinn og stöðina.“

Er sorpbrennslustöðin umhverfisvæn?

„Að vissu leyti já, umhverfisvænna en margt annað. Við teljum að sorpbrennslustöðin sé töluvert umhverfisvænni heldur en urðun á sorpi og varðandi sorpbrennslu er ákveðin losun úr reyk en reykurinn aftur á móti er mjög mikið hreinsaður og í flestum tilvikum ef að búnaður og annað er í lagi í stöðunni og farið er eftir ítarlegustu reglum þá nánast áttu að geta verið með andlittið ofan í skorsteininum“

Hvað mun sorpbrennslustöðin gera og af hverju erum við að fá sorpbrennslustöð?

„Við erum með þetta í skoðun ennþá, en með því að fá sorpbrennslu þá mun það einfalda okkur sérstaklega þar sem við erum á eyju, varðandi flutning og sorpu og öðru og sem sé þá er hugmyndin með svokallaðan blandaðann úrgang/almennan úrgang og að þá fer hann í brennslu. Það sem brennslan gerir má eiginlega segja að hún minnkar unfang sorpsins, svo að það sem eftir stendur er sirka 15% af úrgangi, í formi ösku og flugösku.“

Mun sorpbrennslustöðin menga?

„Hún mun náttúrulega menga eitthvað, en mjög lítið. Nánast ekki mælanleg mengun og hún mun ekki menga þannig séð af óæskilegum efnum, einhver hlutföll af ryki og fleira en það er bara kröfur frá umhverfisstofnun sem að fer eftir sömu kröfu og evrópska tilskipanir. Það er svokallaður síriti á reyknum sem að monitorar reykinn sem fer frá ofninum stanslaust þannig að þeir geta í rauninni fylgst með því líka þannig að ef að það fara einhver mörk upp fyrir díoxin eða hvað annað þá grípur stöðin sjálfkrafa inn í og bætir í hitann. Þetta er þannig sagt hreinn reykur, þannig að mengun er töluvert minni heldur en það sem við erum að gera í dag og það að keyra sorpinu með dísel vörubílum hingað og þangað um landið , er t.d. mjög mengandi.“

Hverjir eru kostir og gallar sorpbrennslustöðvarinnar?

„Kostirnir eru að við losnum við að keyra þetta langar vegalengdir. Þetta skapar störf, það þarf að sinna þessu í vaktaskiptum og líka að við sleppum við að urða sorpið. Gallarnir eru að þetta er mjög dýrt í rekstri og líka að hún hefur ákveðin líð tíma, en kostirnir eru að öllum líkendum fleiri en gallarnir. Einnig er það kostur að þetta framleiðir orku, orku í formi, hita það er það síst sem við ætlum að fara út í. Framleiða hita ef að það verður (heitt vatn þá ). Sumir eru að framleiða rafmagn með sorpbrennslum með gufutúrbínum, en við þurfum ekki rafmagn hérna.“

Er allt rusl sett ofan í eða er þetta flokkað?

„Eins og það er í dag þá fer allt ruslið beint í bæinn, en þeir flokka reyndar þetta hérna uppi frá. Flokka pappann frá og keyra því svo í sitthvoru lagi pappanum og plastinu og það verður í rauninni það sama eina sem við munum brenna er það sem við megum brenna sem er almenna sorpip og litað timbur. Það má því segja að þetta verður eiginlega alveg eins. Flokkun er allt það sama en eini munurinn er að almenna sorpið sem er farið með héðan í 40 metra vögnum það verður brennt á staðnum og brúna tunnan er unnin hér í moltugerð. Við höfum verið að hakka hreint timbur og blandað því í moltunu.“

Áminning

Þótt það sé vonbráðum að koma sorpbrennslustöð þurfið þið samt að halda áfram að flokka

Grunnskóli Vestmannaeyja 2021

bottom of page